V-gata 22, 806 Selfoss
97.500.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
134 m2
97.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
69.800.000
Fasteignamat
57.350.000

***V-Gata 22, 806 Selfoss***
 
Eignaland og Jens Magnús lgf. kynna í einkasölu V-Gata 22, 806 Selfoss. Glæsilegt sumarhús á fallegum stað við Þingvallavatn. Skv. skráningu er eignin 134,9fm og þar af bílskúr 30,2fm. Eignin stendur alveg niður við vatnið á 4.246fm eignalandi.
 
Nánari upplýsingar hjá Jens Magnúsi í síma 893-1984 eða [email protected]


Nánari lýsing:
Húsið er virkilega fallegt með steyptri plötu og gólfhita í allri eigninni, ásamt að vera með stórum palli allt í kringum húsið.
Að innan er eldhúsið með ljósri innréttingu. Alrímið er rúmgott með kamínu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö þeirra með skápum. Baðherbergið er með sturtuklefa og útgengi á pallinn.
Öll eignin er klætt með hvíttuðum panel og parketi á gólfi. Baðherbergið er flísalagt og með flísum á veggjum.

Við pallinn er yfirbyggð aðstaða með heitum potti og sauna.

Bílskúrinn er flísalagður með ljósum flísum, gönguhurð og bílskúrshurð.

Húsið er á lokuðu sumarhúsasvæði í landi Miðfells. Rafmagnshlið er til að komast inn á svæðið.

Virkilega falleg eign á frábærum stað.
Sjón er sögu ríkari.
 
Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá fasteignasala:
Jens Magnús Jakobsson, sími 893-1984 eða [email protected]
 

***Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við eignum á skrá***
***Kem og verðmet þína eign þér að kostnaðarlausu***
 
  
 



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.