Eignaland kynnir í einkasölu eignina Fannborgartangi 4 á Flúðum.
Um er að ræða Parhús sem er í heildina 164.5fm. Íbúðarrými 126.2 og bílskúr 38.3fm.
Eignin er hægt að kaupa bæði fullbúna eða fokhelda.
Ásett verð fyrir fokhelt hús er 59mkr eða aðeins 359þús pr fm. (skilalýsing hér að neðan)
Ásett verð fyrir rúmlega fokhelt hús 62mkr (sjá lýsingu neðan við skilalýsingu)
Ásett verð fyrir fullbúið hús er 84.9mkr eða aðeins 516þús pr fm. (skilalýsing fæst hjá fasteignasala)Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða [email protected]
FOKHELT (skilalýsing)Gatnagerðargjöld eru að fullu greidd. Þ.e. byggingarlóð, gatnagerð, byggingarleyfisgjald og stofngjald holræsa. Inntaksgjöld rafmagns,kalda vatns og hitaveitu eru ógreidd. Skipulagsgjald kemur til greiðslu síðar og er ógreitt við afhendingu.
Teikningar Teikningar eru: Byggingarnefndarteikningar, glugga- og hurðateikningar, burðarvirkisteikningar þ.e. undirstöður, veggir og þak, lagnateikningar þ.e. frárennsli, neysluvatns- og hitalagnir, ásamt rafmagnsteikningum.
Gröftur og fylling Grafið er niður á fast undirlag og fyllt í með grófri möl sem síðan er þjöppuð og þjöppumæld.
SökklarSökklar eru að hámarki 1200mm háir. Járnabinding er 2xK12 efst og neðst í sökkli, einföld 6mm járnamottugrind og K10 í tengijárn við plötu. Einangrun á innanverða sökklulveggi er 16kg/75mm plasteinangrun. Steypa er af gerðini S-250.
BotnplataJárnabinding er einföld 6mm járnamottugrind. Einangrun undir plötu er 16 kg/100mm plasteinangrun. Steypa er af gerðinni S-250. Botnplata er slödduð. Ath það má reikna með að það þurfi að steinslípa og flota.
LagnirSkolp-og rengnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu.
Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu en þó ekki tengdar við tengikistur og nema. Rör í rör kerfi er fyrir neysluvatn undir botnplötu en ótengt.
ÚtveggirÚtveggir eru byggðir upp úr styrkleikaflokkuðu timbri 145mm x 45mm. Til stífingar er 9mm krossviður að utan. Loftunargrind er 28mm x 60mm Útveggjaklæðning er liggjandi báruál(mosi 7033) og standandi timbur klæðning svört aðlit.
ÞakÞak er niðurtekið kraftsperruþak með 4° þakhalla. Ofan á sperrur kemur lekta, 18 mm þakkrossviður og að lokum 2 lög af bræddum þakpappa.
ÞakkanturVindskeiðar eru úr lituðu áli og álrennur innfeldar, undirnegling er úr 20x95 vatnsklæðningu heilklædd með 20 mm loftbili fremst við vindskeið. Heftuð upp með ryðfríum heftum.
Hurðir og gluggarÚtihurðir og gluggar eru ál-tré .ATH að það gæti þurft að mála eina umferð á glugga og hurðir að innan.
Bílsskúrshurð er hefðbundinn flekahurð frá Vögnum og þjónustu.
Bílskúr.Bílsskúr afhendist á því stigi að búið er að klæða 2 falt gips á brunavegg bílsskúrsmeginn og 1 földu lagi íbúðarmegin. Loft og útveggir með 2 földu gipslagi og hefðbundnum rafmagnsgrindar og rakasperrufrágang. Ath ómálað. Gert er ráð fyrir að allt rafmagn í bílsskúr sé utanáliggjandi.
LóðarfrágangurLóð er grójöfnuð en búið að jarvegsskipta í bílaplani. Innkeyrsla skilast með grófjafnaðri grús.
Afhendist með 3 hólfa ruslatunnuskýli.
ATH einnig hægt að kaupa eignina rúmlega fokhelda með þessum viðbótum.Húsið einangrað, komin rakasperra og rafmagnsgrind.
Inntök og bráðabirgðatenging á hitaveitu, rafmagnstafla komin og tengd.
Ásett verð með þessum viðbótum 62mkr.Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.