Nýtt í sölu, Hlaðhamrar 48, í Hamrahverfi Grafarvogs, um er að ræða 170,4 fm raðhús á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og 25,9 fm bílskúr. Flottur garður og sólskáli.Falleg aðkoma er að húsinu með hita í stéttum, á neðri hæðinni eru forstofa, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Í opnu alrými er borðstofa og stofa og eldhús innaf því. Á efri hæðinni er eitt herbergi og opið rými sem í dag er nýtt sem skrifstofa.
Til að bóka skoðun og fá nánari upplýsingar setjið ykkur í samband við undirritaðan.
Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða [email protected] Nánari lýsing:
Neðri hæð.Forstofa: Flísar á gólfum.
Alrými: Opið og bjart alrými þar sem hátt er til lofts. Þar er í dag setustofa, borðstofa og sjónvarpsstofa. Þaðan er útgengt í bakgarð. Parket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott "hjónaherbergi" með fataskápum. Parket á gólfi.
Herbergi: ágætt herbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Eldhús: "Lokað" eldhús, innaf alrými. Ágæt eldhúsinnrétting. Borðkrókur er í eldhúsi.
Baðherbergi: Baðherbergi með flísum á gólfi. Sturtuklefi og baðkar.
Þvottahús: Þvottahús er innaf baðherbergi.
Efri hæð:Opið rými: Nýtist í dag sem skrifstofa en getur einnig nýst sem sjónvarpsherbergi. Einnig er möguleiki að bæta við 4.herberginu í hluta þessa rýmis.
Herbergi: Rúmgott herbergi með parket á gólfi og fataskáp.
Geymslur: Undir hluta þakrýmis af efri hæðinni er gott geymslupláss,
Sólskáli: Nýlegur sólskáli er innaf alrými og þaðan er útgengt í bakgarðinn.
Garður: Sérstaklega skjólsæll og smekklegur garður sem snýr í suður, með lágreistum gróðri og lítilli grasflöt.
Bílskúr: Bílskúr með rafmagnshurðaopnara. Bílskúrinn er sérstæður og stendur aðeins frá húsinu, en aðgengi að honum er gott.
Þak hefur nýlega verið endurnýjað í raðhúsalengjunni.
Um er að ræða fallegt og mikið endurnýjað skemmtilega hannað fjölskylduhús með fallegum garði og sérstæðum bílskúr.
Þetta er hús sem vert er að skoða á frábærum stað í Hamrahverfi Grafarvogs.
Stutt í skóla og leikskóla og skemmtilegt opið leiksvæði með körfum og sparkvelli.
Til að bóka skoðun og fá nánari upplýsingar setjið ykkur í samband við undirritaðan.
Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.