Heiðarstekkur 8, 800 Selfoss
57.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
92 m2
57.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
52.250.000
Fasteignamat
53.650.000

Eignaland faseignasala kynnir: Heiðarstekkur 8 íbúð 208 búðin. Íbúðin er 92 fm að stærð og telur 3 svefnherbergi.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum, útveggir eru steinaðir með dökkri loftorkuperlu, þak er flatt, klætt með pvc dúk. Lóð skilast þökulögð og innkeyrsla malbikuð, 

Íbúðin sem er á annarri hæð með sérinngangi og skiptist í andyri, þvottahús, baðherbergi, 3 svefnherbergi, stofu og eldhús auk sérgeymslu sem er í sameignarhluta hússins.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign.


Nánari lýsing: 
Forstofa:  Er með flísum á gólfi.
Eldhús:  Parket á gólfi með fallegri  innréttingu og keramik eldavél.
Stofa/borðstofa: Er rúmgóð og björt með útgengi út á sólpall.
Þrjú svefnherbergi:  Öll með parketi á gólfi með góðum fataskápum. 
Baðherbergi:  Með flísum á gólfum og að hluta á veggjum, með snyrtilegri innréttingu og góðri aðgengilegri sturtu.
Þvottahús:  Rúmgott með flísum á gólfum, og gott pláss fyrir þvottavél og þurrkara.

Lóð er þökulögð og innkeyrsla malbikuð.
Stutt í skóla og leikskóla.

Staðsetning hússins er mjög góð en húsið stendur við nýjan skóla og leikskóla sem er að rísa.

Allar nánari upplýsingar veittar í netfangið [email protected] eða 547-3900
Sigurður Fannar 897-5930, [email protected] eða Jens Magnús 893-1984, [email protected]



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.